top of page
Untitled

Sjalfstraust.is býður ykkur velkomin 😊

Lífs og sálarþjálfun.

Vilt þú njóta lífsins af lífi og sál?


Þá getum við hjálpast að við að finna þær leiðir sem henta þér best.


Þú veist nefnilega langbest sjálf/ur hverju þú hefur áhuga á að breyta eða vilt bæta í lífi þínu, en ég get svo spurt réttu spurninganna og fundið með þér og stutt þig að bestu og skemmtilegustu leiðina að þínu markmiði. 


Mig langar svo að þakka ykkur sem styrktuð mig í útgáfu bókarinnar minnar innilega fyrir, án ykkar væri bókin Hvernig varð ég ég? ekki komin út 😘


https://www.karolinafund.com/project/view/5926


Ennþá eru nokkrar prentaðar bækur í boði og nóg af rafbókum 😁 

Þá er ég búin að þýða bókina á ensku, þar sem hún heitir How did I become me?

Sú er eingöngu til í rafbókar formi. 

Ég hef svo lokið við að lesa bókina inn sem hljóðbók á íslensku og mun í framhaldinu lesa hana líka inn á ensku. 


Ef þið viljið panta bókina sendið mér þá tölvupóst á bergurthj15@gmail.com 


Þess utan hef ég að undanförnu verið að sækja um styrki til að geta farið í grunnskóla og rætt um kvíða og þunglyndi við unga fólkið okkar. Og hef núna fengið styrk frá Norðurorku til að fara af stað í það verkefni 😁😘 takk innilega Norðurorka 😘

https://www.no.is/


https://www.no.is/is/um-no/frettir/uthlutun-samfelagsstyrkja-2040




Mig langar að bjóða þeim, sem finnst þeir þurfa, hjálp við að byggja upp heilbrigt og gott sjálfstraust.

Ég er alls ekki að bjóða upp á þennan möguleika til að hagnast sjálfur fjárhagslega, heldur hef ég allt frá því ég man eftir mér lifað með kvíða og í tengslum við hann flakkað með sjálfstraustið upp og niður og beitt margvíslegum aðferðum við að halda í mig og mitt sjálfstraust. En undanfarin ár hef ég einmitt áttað mig á að allar þær fjölmörgu aðferðir sem ég hef hef beitt á mig hafa allar gert eitthvað jákvætt fyrir mig og mitt sjálfstraust og langar því að deila því með ykkur. Á blog hluta síðunnar eru svo fleiri vangaveltur um lífið og tilveruna 😘

https://www.sjalfstraust.is/blog





sjalfstraust.is

Untitled

Sjalfstraust.is



Til að útskýra hvers vegna ég ákvað að þörf gæti verið fyrir sjalfstraust.is þá langar mig að kynna hver ég er og þá helst hvað hefur gert mig að þeim manni sem ég er í dag. 


Bergur Þór Jónsson heiti ég. 

Ég hef alla mína 48 ára ævi verið með kvíða! Allavega alveg frá því að ég man eftir mér rúmlega þriggja ára. Fyrsta kvíða minningin mín er samt líklega frá því að ég var fjögurra ára inni í eldhúsi í sveitinni hjá ömmu og afa og var að syngja hástöfum lagið "Er ég kem heim í Búðardal ", við Lóa amma vorum bara tvö til að byrja með, en svo komu föður systkini mín inn og heyrðu í mér og fóru að hlægja! Ég tók því strax þannig að þau væru að hæðast að mér og fyndist ég syngja eitthvað asnalega eða illa.

Þarna hætti ég að syngja svo aðrir heyrðu alveg þangað til ég náði einhverjum tökum á minnimáttarkenndinni í mér á unglingsaldri, kvíðinn sagði mér nefnilega strax þarna að það myndu allir hlæja að mér ef þeir heyrðu í mér syngja! Auðvitað voru frændsystkini mín ekki að hlæja að því hvað ég syngi illa eða asnalega, heldur að gleðjast yfir því hvað ég syngi hátt og snjallt! En kvíðinn fyrir því að hlegið væri að mér tók samt öll völd. Svipað kvíða dæmi fékk mig t.d. til að hætta að dansa í dansskólanum og hefti mig í mörgu fleiru.

Svo var ég frá því líklega um fjögurra eða fimm ára nánast ófær um að hafa stjórn á skapi mínu ef einhver ögraði mér eða stríddi. Allir sem voru á svipuðum aldri og ég höfðu strax vit á því að stríða mér ekki mikið, en móður bræður mínir nýttu sér þennan skap ofsa í mér rækilega og fengu mig bara með nokkrum orðum til að ráðast á þá eins og versti bardagakappi, og það fannst þeim mjög fyndið! En Inga amma var væntanlega búin að reyna oft að fá mig til að hætta að ráðast á þá í hvert skipti sem þeir stríddu mér eitthvað, og þegar henni tókst loksins að fá mig til að skilja að ef ég hætti að ráðast á þá, þá myndu þeir hætta að nenna að stríða mér þá loksins lærði ég að hafa stjórn á mér. Mig minnir reyndar að þetta hafi ekki verið í mjög langan tíma sem ég hafði ekki stjórn á mér. En þessi hegðun hjá mér var líka sprottin af kvíða, því ég hafði fundið það að ef aðrir óttuðust mig þá þurfti mig ekki að kvíða stríðni eða nokkru öðru kvíðavaldandi frá öðrum. 

En til að ná þarna stjórn á skapi mínu þá fór ég alltaf að þurfa að hugsa hvað það væri nákvæmlega sem gerði mig svona reiðan, og vinna svo í því að breyta hugsun minni um reiði valdinn.

Það var ekki fyrr en síðasta haust sem ég áttaði mig almennilega á því að þessi leið mín við að ná stjórn á sjálfvirkum hugsunum mínum er í dag kölluð hugræn atferlismeðferð.

Ég var nefnilega svo heppinn að síðasta kvíða tímabil mitt vorið 2019 var það þungt að ég fékk tækifæri til að komast á námskeið í hugrænni atferlismeðferð, og það sýndi mér að ég er búin að vera að nota þá aðferð alla tíð síðan Inga amma gerði mér grein fyrir að ég ræð hvernig ég bregst við hverju sem er, bara ef ég næ að átta mig á hvernig mér langar að líða við mismunandi aðstæður. 

En ástæðan fyrir því að ég áttaði mig ekki á því að ég var að beita réttri aðferð var að kvíðinn kom alltaf af og til aftur, og ég réði ekki alltaf alveg við hann, og það varð þess valdandi að ég hafði ekki að fulla trú á að ég væri að gera rétt. 


En námskeiðið sýndi mér að ég hafði nánast alltaf verið að vinna rétt í sjálfum mér. 

Og ein af mínum uppáhalds útskýringum úr því námskeiði er að kvíði er mest fyrir framtíðinni, en þunglyndi vegna gerðra eða ógerðra hluta úr fortíðinni!

Og ég hef líka dottið niður í þunglyndi en náði mér upp úr því með áður töldum aðferðum ásamt því þó aðallega að einfalda líf mitt á þeim tíma. 


Við ráðum því nefnilega ótrúlega mikið sjálf hvernig við bregðumst við sorg eða gleði, og öllu þar á milli, þegar við erum búin að átta okkur á og ná einhverjum tökum á hugsunum okkar og afleiðingum þeirra á líðan okkar!


Þetta er fyrir marga líklega verulega stórt og mikið námskeið og verkefni. En ef við ætlum okkur að ná einhverjum markmiðum, og ekki síst því að hafa nokkuð góða stjórn á líðan okkar, þá verðum við að vinna stöðugt að því og alls ekki gefast upp þó okkur finnist verkefnið oft vonlaust. 


Ég hef til dæmis, að ég tel, þá rökréttu skoðun, að við séum öll margfalt betur til þess fallin að átta okkur á upplifunum annara ef við höfum upplifað eitthvað svipað sjálf. Mér finnst algjörlega nauðsynlegt að fyrrverandi fíklar og alkóhólistar sé ráðgjafar og sérfræðingar á Vogi. Og í neyðarsíma rauðakrossins fyrir fólk með sjálfsvígs hugsanir sé fólk sem hefur upplifað að vilja taka sitt eigið líf, því bækur, kennarar, námskeið eða nokkur önnur fræðsla eða umfjöllun kemst ekki nálægt skilningi okkar við að upplifa! Auðvitað verðum við, til að vera tilbúin að hjálpa öðrum, líka að hafa náð að skilja upplifanir okkar, bæði aðdraganda og afleiðingar, ásamt því að vera algjörlega meðvituð um að við séum örugg með okkur sjálf og tilbúin að veita öðrum hjálp.



Untitled



Lítur þú á þessa mynd og hugsar "þetta er nú einhver rugludallur sem nennir ekkert að hugsa um útlit sitt eða framkomu." En gleymir þú nokkuð að velta fyrir þér hvað það þarf mikið sjálfstraust til að koma til dyranna eins og þú ert klædd/ur?  Ef þú telur mig geta aðstoðað við að efla þitt sjálfstraust þá endilega sendu tölvupóst á bergurthj15@gmail.com eða hringdu í síma 6903901, ef ég næ ekki að svara strax þá mun ég hringja til baka við fyrsta tækifæri.

Get in Touch

Thanks for submitting!

Untitled
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Sjalfstraust.is. Proudly created with Wix.com

bottom of page